Erlent

Ginsburg sigrast á krabbameini í fjórða sinn

Andri Eysteinsson skrifar
Ruth Bader Ginsburg hefur setið í Hæstarétti Bandaríkjanna frá árinu 1993.
Ruth Bader Ginsburg hefur setið í Hæstarétti Bandaríkjanna frá árinu 1993. Getty/WP

Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir vel heppnaða lyfja- og geislameðferð við krabbameini í brisi. Frá bata Ginsburg greinir AP en dómarinn hafði ekki greint frá veikindum sínum fyrr en nú.

Ginsburg er 86 ára gömul er ein af frjálslyndari dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ginsburg, oft kölluð RBG, hefur setið í Hæstarétti frá árinu 1993 en hún var þangað skipuð af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton.

Um er að ræða fjórða skiptið sem Ginsburg hefur greinst með krabbamein eða vísi að krabbameini. Árið 1999 fékk hún ristilkrabbamein, 2009 briskrabbamein en í fyrra fannst krabbamein á frumstigi í lungum dómarans. Meinið fannst í læknisheimsókn eftir að hún hafði þrí-rifbeinsbrotnað eftir fall.

Nú hefur hún því sigrast á briskrabbameini í annað skiptið og í fjórða skiptið í heildina. Í yfirlýsingu frá Hæstarétti Bandaríkjanna segir að Ginsburg hafi tekið meðferðinni vel og útlit sé fyrir að krabbameinið sé að fullu horfið eftir meðferðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.