Erlent

Tvö þúsund og fimm hundruð hauskúpur til sýnis

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Upphafi Rauða krossins í heiminum má rekja til Beina kirkjunnar í San Martino della Battaglia á Ítalíu en þar eru tvö þúsund og fimm hundruð hauskúpur og bein til sýnis fyrir ferðamenn. „Lotning“ eru viðbrögð gesta þegar þeir heimsækja kirkjuna.

Eitt af því sem íslenskir hópar skoða, sem fara með Eldhúsferðum til Ítalíu, sem Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson eiga, er önnur af tveimur beinakirkjum Rauða krossins, sem er upphafið af stofnun Rauða krossins í heiminum.

„Beina kirkjan er í San Martino della Battaglia en þar fór fram orusta 1859 á milli Ítala, Frakka og Austurríkismanna, sem var svo efni í bókina Heljarslóðarorrusta eftir Benedikt Gröndal. Þegar þessi orusta fór fram kom hingað viðskiptamaður sem hét Henry Dunant og honum var svo mikið um þessa orustu að hann fór heim til Sviss og stofnaði síðar Rauða krossinn“, segir Erlendir Þór og bætir við.

„Þetta er upphafið af Rauða krossinum eins og við þekkjum hann í dag og upphafið af því að við fáum sjúkrabílana okkar sem eru merktir Rauða krossinum, þetta eigu við þessum Henry Dunant að þakka“.

 

 

Erlendur Þór Elvarsson, sem á Eldhúsferðir með eiginkonu sinni, Jónu Fanneyju Svavarsdóttir. Þau taka á móti fjölmörgum íslenskum hópum á hverju ári, sem vilja heimsækja Ítalíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
En hver eru viðbrögð ferðamanna þegar þeir skoða beinakirkjuna og allar hauskúpurnar og beinin þar inni?

„Lotning mundi ég segja og meiri skilningur á því af hverju við þurfum á Rauða krossinum að halda“, segir Erlendur Þór.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×