Mourinho náði því besta fram í Alli Hjörvar Ólafsson skrifar 25. nóvember 2019 15:45 Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur. fréttablaðið José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
José Mourinho stýrði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur þegar liðið lagði West Ham United að velli í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn. Mourinho tók við starfinu af Mauricio Pochettino en eitt af því sem Pochettino átti í vandræðum með undir lok stjórnartíðar sinnar var að ná ekki að fá sóknartengilið sinn, Dele Alli, til þess að sýna sitt rétta andlit. Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að Christian Eriksen yfirgefi herbúðir Tottenham Hotspur annaðhvort þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar eða næsta sumar. Af þeim sökum hafi Mourinho ávkeðið að veðja á Alli og tekið mikinn hluta af fyrstu æfingaviku sinni í að búa til taktík sem henti honum vel. Þá hafi hann nálgast Alli á þann hátt að hann hefði tröllatrú á honum og gert honum grein fyrir mikilvægi hans í framþróun liðsins. Mourinho ræddi það í samtali við fjölmiðla eftir sigurinn gegn West Ham að hann hefði ákveðið að búa til jafnvægi inni á miðsvæðinu sem stuðlaði að því að Alli væri oftar í stöðu til þess að fá boltann á hættulegum svæðum á vellinum. Alli var miðpunkturinn í sóknarleik liðsins og sá sem sá um að búa til færi fyrir sóknarþríeykið Son Heung-min, Harry Kane og Lucas Moura. Eric Dier var settur í það hlutverk að vera sitjandi miðvallarleikmaður sem verndar vörnina. Harry Winks fékk svo þau fyrirmæli að það væri í hans verkahring að koma boltanum hratt og örugglega á Alli sem ætti svo að skapa usla í varnarlínu West Ham með hlaupum sínum og stungusendingum.Mourinho lagði áherslu á að skerpa á hlutverki Alli Mourinho sagði að taktíski hluti æfingavikunnar hefði snúist að töluverðu leyti um að sýna Alli til hvers væri ætlast af honum. Alli hefði svo tekist að framkvæma það vel inni á vellinum þegar á hólminn var komið. Alli og Son Heung-min náðu vel saman, bæði í markinu sem suður-kóreski framherjinn skoraði og í aðdraganda marksins sem Son lagði upp fyrir Moura. Mourinho hefur verið legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu nærgætinn í samskiptum við leikmenn sína þegar á móti blæs. Á meðan allt leikur í lyndi er hins vegar gott og gaman að leika undir stjórn portúgalska framherjans. Hann tekur ástfóstri við ákveðna leikmenn svo það lítur út fyrir að Alli sé í náðinni hjá Mourinho. Alli skaust hratt fram á sjónarsviðið eftir að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur frá MK Dons árið 2015. Meiðsli og andleg og líkamleg þreyta hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu ári. Það varð til þess að hlutverk hans hjá Tottenham Hotspur breyttist og hann var kominn aftar í goggunarröðina hjá Gareth Southgate hjá enska landsliðinu. Nú virðist öldin vera önnur, alla vega hjá Tottenham Hotspur, sé tekið mið af frumraun Mourinho við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. Stoðsending Alli á Son um helgina var fyrsta stoðsending enska sóknartengiliðsins á yfirstandandi leiktíð en hann jafnaði með því tölfræði Eriksen í þeim efnum. Ef lesið er í leik helgarinnar hjá Tottenham Hotspur mun Alli taka hressilega fram úr Eriksen í fjölda stoðsendinga það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira