Enski boltinn

„Fyrri hálf­leikurinn var stór­slys og frammi­staðan sú versta á tíma­bilinu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesse Lingard, Daniel James og Ole Gunnar Solskjær niðurlútnir í leikslok.
Jesse Lingard, Daniel James og Ole Gunnar Solskjær niðurlútnir í leikslok. vísir/getty
Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sparkspekingur, var ekki hrifinn af sínum fyrri félögum í 3-3 jafnteflinu gegn Sheffield United í gær.

Man. United lenti 2-0 undir en náði að snúa leiknum sér í hag áður Oli McBrnie bjargaði stigi fyrir nýliðanna. Endurkoman var þó ekki nóg fyrir Hargreaves sem leist ekkert á United-liðið í gær.

„Í 70 mínútur voru þeir hrikalegir. Þetta var líklega versta frammistaðan á tímabilinu. Fyrri hálfleikurinn var stórslys og Sheffield United hefði átt að vera yfir með fleiri mörkum,“ sagði Hargreaves.







„Solskjær gerði breytingar og það eina sem þú getur tekið út úr þessu er að ungu strákarnir stigu upp. Það sem þú tekur frá leiknum í dag er það að gömlu mennirnir eiga að fara út og þeir ungu inn. Yfirbragð liðsins og með Phil Jones í vörninni virkaði ekki.“

Man. United er í 9. sæti deildarinnar með sautján stig eftir jafntefli, þó einungis tveimur stigum á eftir Wolves sem er í fimmta sætinu en miðju pakkinn er ansi þéttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×