Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:45 Frá Nýju Delí í Indlandi þar sem loftmengun fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk. vísir/getty Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent