Dramatískt sigurmark Leicester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Leicester gátu fagnað VAR í kvöld
Leikmenn Leicester gátu fagnað VAR í kvöld vísir/getty
Erfiðleikar Everton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði fyrir Leicester í dag. Sigurmark Leicester kom eftir myndbandsdómgæslu í uppbótartíma.Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton í leiknum og byrjaði leikurinn ágætlega hjá báðum liðum. Richarlison kom Everton yfir eftir tæplega hálftíma leik með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Djibril Sidibe.Everton leiddi leikinn í hálfleik og byrjaði seinni hálfleikinn vel.Jamie Vardy náði hins vegar að jafna metin á 68. mínútu og kveikti markið í leikmönnum Leicester. Everton virtist vera að ná að hanga á jafnteflinu þar til í uppbótartíma.Kelechi Iheanacho skoraði mark sem upphaflega var dæmt af. En myndbandsdómararnir fóru yfir markið og dæmdu það gilt.Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Leicester sem fer aftur upp í annað sæti deildarinnar. Everton er hins vegar í bullandi fallbaráttu í 17. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.