Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:19 Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands því þeir vildu ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun við Sjúkratryggingar Íslands. Sjá nánar: Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð með því að hafa sent félagsmönnum sínum gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. María gat ekki veitt viðtal vegna anna en hún var á fundi þegar fréttastofa náði tali af henni. Unnur hafnar þó með öllu ásökunum forstjórans um að félagsmönnum hafi verið send gjaldskrá til að starfa eftir frá og með deginum í dag. Þvert á móti segir hún að áhersla hafi verið lögð á það innan félagsins að hver og einn setti sína gjaldskrá. „Nei, það er bara alrangt og ég skil ekki hvernig fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu, það er algjörlega rangt og þetta eru bara alvarlegar ávirðingar sem á okkar eru bornar af forstjóra Sjúkratrygginga í dag sem mér finnast afskaplega alvarlegar og þær eru ekki á neinum rökum reistar.“Hvað á hún þá við?„Þú verður að spyrja hana að því. Ég skil það ekki því það hefur aldrei verið gefinn út nokkur skapaður hlutur um það hvaða gjaldskrá eigi að vera í gildi. Það hefur verið lögð áhersla á það innan félagsins að hver og einn setji sína gjaldskrá.“Þú óttast þá ekki tilkynningu til samkeppniseftirlitsins?„Ekki vitund, vegna þess að það er ekki fótur fyrir henni.“Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn.Vísir/gettyÚtboðsleiðin sé óvissuferð sem félagið vilji ekki bera ábyrgð á Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands rann út þann 31. janúar síðastliðinn en hefur verið framlengdur án verðlagsleiðréttinga. Unnur segir að Sjúkratryggingar hafi auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar,er hversu lágt verð geturðu boðið. Það er alveg ljóst að í því útboði sem kynnt hefur verið að fjármagnið sem ætlað er til þjónustunnar dugir ekki til að viðhalda núverandi þjónustustigi. Ekki er lagt mat á gæði umfram grunnkröfur, það er að segja öll þau gæði sem við viljum náttúrulega efla í þjónustu sjúkraþjálfunar í landinu, þau eru ekkert metin. Skert framboð á þjónustu mun leiða til lengri biðlista og afleiðingin verður sú að margir munu búa lengur við skerta getu og hæfni með þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Unnur. Félagið hafi margar alvarlegar athugasemdir við útboðsleiðina og segir það vera óvissuferð sem það sé hvorki til í að taka þátt í né bera ábyrgð á. „Það sem við erum að gera í dag er fyrst og fremst að knýja á um það að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, Sjúkratryggingar Íslands endurskoði þessa innkaupastefnu sína frá grunni. Það er alveg ljóst að allt þetta ferli sem núna er í gangi er byggt á ákveðinni EES-tilskipun um opinber innkaup. Það er grátlegt í rauninni að á meðan öll önnur lönd taka þessar tilskipanir og staðfæra þær og nota það svigrúm sem í þeim býr til að aðlaga þær sínum löndum þá er þetta sett inn af fullum þunga hér á Íslandi,“ segir Unnur. Heilbrigðisþjónusta sé með þessu sett í sama útboðsferli og útboð á malbiksframkvæmdum. „Og það teljum við bara ámælisvert og skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa stefnu sína og á meðan viljum við í rauninni bara stíga út af sviðinu og gefa fólki ráðrúm til að skoða þessa hluti frá grunni og setja þá fram hvernig við viljum hafa heilbrigðisþjónustu hér í landinu,“ segir Unnur.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Óánægja meðal sjúkraþjálfara Formaður Félags sjúkraþjálfara er agndofa yfir því að kollsteypa eigi hlutunum með fyrirhuguðu útboði á þjónustu þeirra og segir óvissu ríkja. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verið sé að framfylgja lögum. 30. ágúst 2019 06:00
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42