Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Elín Sigurgeirsdóttir, Eybjörg Hauksdóttir, Haraldur Sæmundsson og Jón Gauti Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa 11. nóvember 2019 13:42 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu. Eins og fram kemur í nýrri úttekt KPMG eru verulegar brotalamir á núverandi kerfi: Vinnubrögð og fyrirkomulag við innkaup eru óskýr. Starfsumhverfi rekstraraðila sem semja við SÍ er ótryggt. Hlutverk aðila í stjórnkerfinu og ábyrgð eru óskýr. Takmörkuð fagþekking er hjá SÍ til að annast greiningar, gerð og eftirlit samninga. Aðstöðumunur milli aðila er oft mikill, þannig að það hallar á þjónustuveitendur. Skortur er á greiningum og kostnaðarmati. Þá er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að ekki sé hægt að rekja þessar brotalamir beint til lagarammans sem gildir um kaup á heilbrigðisþjónustu eða opinber innkaup. Rétt er að benda t.d. á það að enn eru lög um Sjúkratryggingar í fullu gildi og hægt að semja á grundvelli þeirra að áliti virtra lögmanna. Erfitt er fyrir utanaðkomandi aðila að gera sér grein fyrir afleiðingum þessara annmarka fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega, en þær geta verið mjög alvarlegar. Framþróun, fjárfestingar og uppbygging í þjónustu næst ekki. Óvissa í starfsumhverfi dregur úr nýliðun og úthaldi reyndara starfsfólks. Heilbrigðisstarfsfólk fer í önnur störf og fagþekking tapast úr heilbrigðiskerfinu. Greiðslur fyrir þjónustuna rýrnar með tilviljanakenndum og jafnvel ómeðvituðum hætti, sem bitnar á þjónustunni sjálfri. Eftirlit með þjónustustigi er ekki framfylgt og áherslur á gæði þjónustu víkja fyrir kostnaðarsjónarmiðum. Miklar og skyndilegar breytingar verða á þjónustunni sem bitna að endingu á þjónustuþegum, sem eru oftar en ekki í viðkvæmasta hóp samfélagsins og geta í versta falli þurft að taka einir á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur tekist að semja um. Eins og staðan er í dag eru Sjúkratryggingar Íslands að semja um kaup á ca. 15 - 20% allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Samkvæmt núgildandi heilbrigðisstefnu eiga Sjúkratryggingar Íslands árið 2030 að annast alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, hvort sem um er að ræða þjónustu opinberra eða einkaaðila. Stofnunin veldur ekki núverandi hlutverki sínu og er engan veginn í stakk búin til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu nema að eitthvað mikið breytist. Undirrituð lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna. Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun