Enski boltinn

Samherjarnir hjá Chelsea gerðu Morata brjálaðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morata átti erfitt uppdráttar hjá Chelsea.
Morata átti erfitt uppdráttar hjá Chelsea. vísir/getty
Álvarto Morata segir að samherjar sínir hjá Chelsea hafi gert sig brjálaðan.

Morata lék með Chelsea í eitt og hálft ár en fann ekki taktinn á Englandi. Hann var lánaður til Atlético Madrid í janúar þar sem honum hefur vegnað vel.

„Ég er ánægðari núna. Þetta var ekki góður tími hvað fótboltann varðar. Ég naut hans ekki lengur og missti sjálfstraustið,“ sagði Morata.

Hann segir að liðsfélagar sínir hjá Chelsea hafi efast um getu hans.

„Þegar ég spilaði á Englandi fannst mér eins og samherjarnir vildu ekki gefa á mig því þeir héldu að ég myndi ekkert gera með boltann. Þetta var að gera mig brjálaðan. Þetta var slæmur tími,“ sagði Morata.

Á þessu tímabili hefur Morata skorað sjö mörk í tólf leikjum fyrir Atlético í öllum keppnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.