Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2019 09:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. Saksóknari í Manhattan hefur nú um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir skattskýrslur Trump sem ná yfir undanfarin átta ár og þá frá endurskoðendafyrirtæki hans. Forsetinn höfðaði mál til að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en síðan þá hafa dómarar tveggja dómstiga úrskurðað gegn honum og sagt að endurskoðendafyrirtækinu beri að afhenda gögnin. Forsvarsmenn fyrirtækisins samþykktu að bíða með að afhenda skýrslurnar á meðan lögmenn Trump báðu Hæstarétt um að taka málið til skoðunar. Neiti dómurinn að taka málið fyrir, mun fyrirtækið afhenda gögnin. Í kröfunni til Hæstaréttar skrifaði Jay Seklow, einn af lögmönnum Trump, að þetta væri í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem ríkissaksóknarar hefðu hafið glæparannsókn gegn forseta Bandaríkjanna og beitt hann þvingunum. Hann sagði einnig að stefnan um skattskýrslur forsetans, sem viðurkenndi nýverið ólöglegt athæfi í tengslum við góðgerðasamtök sín, væri skýrt dæmi um af hverju sitjandi forsetar ættu að vera alfarið ónæmir gagnvart lögsóknum.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur túlkað lög á þann hátt að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir alríkisglæp. Það lögfræðiálit bindur ekki hendur saksóknarar einstakra ríkja.Ekki eina málið Þetta er ekki eina málið varðandi skattskýrslur Trump sem stefna á Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarar hafa í öðru máli komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn eigi rétt á aðgengi að skattaskýrslum Trump og stendur til að biðja Hæstarétt einnig um að koma að því máli. Því þykir líklegt að Hæstiréttur, þar sem dómarar tilnefndir af Repúblikönum eru í meirihluta og Trump sjálfur hefur tilnefnt tvo, muni taka málin til skoðunar. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu vikum hvaða ákvörðun verður tekin. Trump hefur aldrei birt skattskýrslur sínar, eins og áratuga löng hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í bandaríkjunum gera, og hefur hann þar að auki barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að draga þær fram í dagsljósið. Þá hefur hann ekki slitið sig frá fyrirtæki sínu og þeirri starfsemi sem kemur rekstri ríkisins ekki við, þó hann hafi sagst hafa gert það. Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg gagnrýndi Trump í viðtali fyrir forsetakosningarnar 2016, samkvæmt Washington Post, og sagðist ekki skilja hvernig hann hafi komist upp með það að opinbera ekki skattskýrslur sínar. Seinna sagði hún að hún hefði ekki átt að tjá sig um frambjóðandann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31
Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Áfrýjunardómstóll úrskurðaði saksóknurum sem krefjast skattskýrslna Trump Bandaríkjaforseta í vil. Fastlega er búist við því að forsetinn áfrýi alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 4. nóvember 2019 16:01