Enski boltinn

City vill Coman fyrir Sane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kingsley Coman er franskur landsliðsmaður
Kingsley Coman er franskur landsliðsmaður vísir/getty
Manchester City er með augastað á Kingsley Coman hjá Bayern München og vilja Englandsmeistararnir fá hann til þess að fylla skarð Leroy Sane.

Sane hefur verið orðaður burt frá Etihad síðustu misseri og þá helst við Bayern München.

Í sumar sagði Niko Kovac, þáverandi þjálfari Bayern, að liðið væri að vinna hörðum höndum að því að ná í draumaleikmanninn. Það varð hins vegar aldrei neitt af því.

Það er orðið líklegra að það verði eitthvað af skiptunum nú þegar City er farið að undirbúa sig fyrir mögulegt brotthvarf Sane, en Coman er talinn fulkominn til þess að koma inn í staðinn.

Sane hefur ekki spilað síðan í ágúst vegna meiðsla, en hann var sagður myndu verða frá í sjö mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.