Enski boltinn

Håland feðgar að skoða sig um í Manchester?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leið til Man Utd?
Á leið til Man Utd? vísir/getty
Norska ungstirnið Erling Braut Håland er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir og fylgjast blaðamenn með hverju skrefi þessa 19 ára sóknarmanns sem hefur raðað inn mörkum með Red Bull Salzburg í vetur.

Í enskum fjölmiðlum í dag er fullyrt að Alf Inge Håland, faðir Erling, hafi heimsótt æfingasvæði Manchester United á dögunum og leiða því margir líkum að því að þeir feðgar séu farnir að undirbúa næsta áfangastað piltsins.

Alf Inge lék á árum áður með Leeds, Man City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni. Erling fæddist í Leeds og hefur viðurkennt að hans draumur sé að spila í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann hefur einnig sterka tengingu við knattspyrnustjóra Manchester United þar sem landi hans, Ole Gunnar Solskjær, er þjálfara rauða liðsins í Manchester borg og hefur jafnframt unnið með Erling áður þar sem Erling lék undir hans stjórn hjá Molde í heimalandinu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Haaland undanfarið og meðal annars verið talað um að Man Utd vilji klófesta kappann strax þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×