Fótbolti

Sefur með boltana fimm sem hann hefur skorað þrennu með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Håland með einn af þrennuboltunum sínum.
Håland með einn af þrennuboltunum sínum. vísir/getty
Erling Braut Håland, leikmaður Red Bull Salzburg, sefur með boltana fimm sem hann hefur fengið fyrir þrennurnar sem hann hefur skorað á tímabilinu.„Ég sef með boltana fimm sem ég skoraði þrennurnar með. Ég horfi á þá á hverjum degi. Þeir eru kærusturnar mínar,“ sagði norska ungstirnið við Dagbladet.Ekki nóg með það heldur spilar vekjaraklukkan í símanum hans Meistaradeildarlagið fræga.„Ég vakna við Meistaradeildarlagið á hverjum einasta degi. Það er síðasta lagið sem ég fæ leið á,“ sagði hinn 19 ára Håland.Á þessu tímabili hefur Håland skorað 26 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum með Salzburg, þar af fimm þrennur. Hann er markahæstur í Meistaradeildinni með sjö mörk.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.