Fótbolti

Sefur með boltana fimm sem hann hefur skorað þrennu með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Håland með einn af þrennuboltunum sínum.
Håland með einn af þrennuboltunum sínum. vísir/getty

Erling Braut Håland, leikmaður Red Bull Salzburg, sefur með boltana fimm sem hann hefur fengið fyrir þrennurnar sem hann hefur skorað á tímabilinu.

„Ég sef með boltana fimm sem ég skoraði þrennurnar með. Ég horfi á þá á hverjum degi. Þeir eru kærusturnar mínar,“ sagði norska ungstirnið við Dagbladet.

Ekki nóg með það heldur spilar vekjaraklukkan í símanum hans Meistaradeildarlagið fræga.

„Ég vakna við Meistaradeildarlagið á hverjum einasta degi. Það er síðasta lagið sem ég fæ leið á,“ sagði hinn 19 ára Håland.

Á þessu tímabili hefur Håland skorað 26 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum með Salzburg, þar af fimm þrennur. Hann er markahæstur í Meistaradeildinni með sjö mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.