Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. júlí 2018 13:30 Erling Håland er fæddur árið 2000 vísir/getty Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018 Fótbolti Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018
Fótbolti Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira