Juventus býður í nýjasta undrabarn Norðmanna og Man Utd hefur líka áhuga Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. júlí 2018 13:30 Erling Håland er fæddur árið 2000 vísir/getty Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018 Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Ítalska stórveldið Juventus hefur bæst í kapphlaupið um norska undrabarnið Erling Braut Håland og samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Juve búið að leggja fimm milljón evra kauptilboð inn á borð Molde. Håland þessi hefur farið mikinn í norsku úrvalsdeildinni að undanförnu en hann hefur skorað alls átta mörk í 14 leikjum í Eliteserien á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk á sautján mínútum í 4-0 sigri á Brann þann 1.júlí síðastliðinn og hélt uppteknum hætti í 5-1 sigri á Valerenga í fyrradag þar sem hann skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt. Meðal áhorfenda á þeim leik voru forráðamenn Juventus en ítalska félagið hefur haft auga á pilti undanfarin ár, líkt og fleiri stórlið á borð við Man Utd en þjálfari Håland hjá Molde er Man Utd goðsögnin Ole Gunnar Solskjær. Juventus sendi þó ekki sína allra bestu menn þar sem framkvæmdastjórinn Giuseppe Marotta og yfirmaður íþróttamála Fabio Paratici vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Man Utd hefur einnig áhuga á syni fyrrum erkifjanda félagsinsErling er fæddur í Leeds árið 2000 en þá lék pabbi hans, Alf-Inge Håland með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni og hefur Erling látið hafa eftir sér að hans draumur sé að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds United, sem leikur nú í ensku B-deildinni. Alf-Inge Håland átti ágætan feril í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, Leeds og Manchester City en nafn hans er helst minnst vegna samskipta hans við Manchester United goðsögnina Roy Keane. Alf-Inge sakaði Keane eitt sinn um leikaraskap í leik Leeds og Man Utd árið 1997 og átti Keane eftir að hefna fyrir það nokkrum árum síðar, eða árið 2001 í grannaslag Man Utd og Man City með glæfralegri tæklingu. Alf-Inge neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun vegna hnémeiðsla árið 2003 en þau eru þó ekki rakin beint til tæklingar Keane eins og gjarnan hefur verið talað um. Í kjölfar áhuga Man Utd á Erling hafa verið rifjuð upp ýmis ummæli sem Alf-Inge lét hafa eftir sér um Man Utd á þeim tíma sem hann lék fyrir Leeds og Man City en Alf-Inge var ekki bara óvinur Keane heldur fór hann aldrei leynt með hatur sitt á Man Utd. „Hann (Erling) er líklega ekki harðasti Manchester United stuðningsmaður í heimi. En ef þeir koma bankandi á dyrnar eru ekki margir sem geta sagt nei,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þegar hann var spurður út í þessa umræðu.Erling Håland is the son of former Leeds and City player Alf Inge Håland. He has a history with Roy Kane https://t.co/e7sfP0nm9J— hash (@hashim0307) July 7, 2018
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira