Fótbolti

Nýjasta vonarstjarna Norðmanna vill líkjast Zlatan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Næsti Zlatan?
Næsti Zlatan? vísir/getty
Erling Braut Håland stimplaði sig með látum inn á stærsta svið fótboltans á dögunum þegar hann skoraði þrennu fyrir RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu.

Håland lét hafa eftir sér í viðtali við TV2 að hans helsta fyrirmynd í boltanum væri sænski snillingurinn Zlatan Ibrahimovic sem hefur leikið með Ajax, AC Milan, Inter Milan, Juventus, Barcelona, PSG og Manchester United á stórkostlegum ferli sínum.

„Hans ferill er mjög heillandi og mér líkar hvernig hann spilar. Fyrir mér er Zlatan aðalmaðurinn. Hann kemur frá Skandinavíu eins og ég og það verður einhver að taka við af honum,“ sagði Håland áður en hann lýsti yfir aðdáun sinni á enskum fótbolta.

„Mig hefur dreymt um að spila fyrir stærstu félög heims frá því ég man eftir mér og ég er sérstaklega hrifinn af enska boltanum.“

Haaland hefur verið orðaður við Manchester United og ætti það ekki að koma á óvart þar sem hann þekkir knattspyrnustjóra Man Utd vel því Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Håland hjá Molde.

„Hann hefur haft mikil áhrif á mitt líf, bæði sem persóna og sem þjálfari. Hann vann Meistaradeild Evrópu og var ótrúlega góður leikmaður. Hann kenndi mér mjög mikið. Solskjær er stórkostleg manneskja og mjög góður þjálfari. Hann er ein af ástæðunum fyrir minni framgöngu,“ segir Håland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×