Fótbolti

Fimmta þrenna norska ungstirnisins í vetur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrennukóngur
Þrennukóngur vísir/getty

Einn allra heitasti framherji Evrópu um þessar mundir er aldamótabarn frá Noregi en nafn Erling Braut Haaland er á allra vörum eftir vasklega framgöngu hans með austurríska úrvalsdeildarliðinu Red Bull Salzburg í vetur.

Haaland var á skotskónum um helgina þegar hann gerði öll mörk Salzburg í 3-0 sigri á Wolfsberger en þetta var fimmta þrenna kappans á tímabilinu. 

Tölfræði stráksins er hreint mögnuð en hann er markahæsti leikmaður riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Alls hefur hann skorað 26 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 18 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Þetta eru 20 bestu ungu leikmenn í Evrópu

Besti knattspyrnumaður Evrópuboltans, yngri en 21 árs, er valinn í desember á hverju ári og hafa þeir 20 leikmenn sem koma til greina í ár nú verið tilnefndir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.