Fótbolti

Fimmta þrenna norska ungstirnisins í vetur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrennukóngur
Þrennukóngur vísir/getty
Einn allra heitasti framherji Evrópu um þessar mundir er aldamótabarn frá Noregi en nafn Erling Braut Haaland er á allra vörum eftir vasklega framgöngu hans með austurríska úrvalsdeildarliðinu Red Bull Salzburg í vetur.Haaland var á skotskónum um helgina þegar hann gerði öll mörk Salzburg í 3-0 sigri á Wolfsberger en þetta var fimmta þrenna kappans á tímabilinu. Tölfræði stráksins er hreint mögnuð en hann er markahæsti leikmaður riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Alls hefur hann skorað 26 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 18 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Þetta eru 20 bestu ungu leikmenn í Evrópu

Besti knattspyrnumaður Evrópuboltans, yngri en 21 árs, er valinn í desember á hverju ári og hafa þeir 20 leikmenn sem koma til greina í ár nú verið tilnefndir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.