Fótbolti

Sonur Hålands skoraði níu mörk í einum og sama leiknum á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Níu marka maðurinn, Erling Braut Håland.
Níu marka maðurinn, Erling Braut Håland. vísir/getty
Erling Braut Håland skoraði hvorki fleiri né færri en níu mörk þegar Noregur vann stórsigur á Hondúras, 12-0, á HM U-20 ára í Póllandi í dag.

Erling þessi er sonur Alf Inge Håland, fyrrverandi leikmanns Leeds United og Manchester City, sem var hvað þekktastur fyrir viðskipti sín við Roy Keane, fyrirliða Manchester United.

Strákurinn, sem er 18 ára, þykir gríðarlega mikið efni en Red Bull Salzburg keypti hann frá Molde í fyrra.

Håland fór hamförum gegn Hondúras í dag og skoraði níu af tólf mörkum Noregs. Hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og bætti fimm við í seinni hálfleik. Ótrúleg frammistaða hjá stráknum.

Håland sló þar með met Brasilíumannsins Adaíltons sem skoraði sex mörk í sigri á Brassa á Suður-Kóreumönnum, 10-3, á HM 1997.

Sigur Noregs á Hondúras er stærsti sigur liðs í sögu HM U-20 ára. Brasilía átti metið en Adaílton og félagar unnu Belgíu, 10-0, á HM fyrir 22 árum.



Með sigrinum í dag fékk Noregur sín fyrstu stig á HM. Norðmenn enduðu í 3. sæti C-riðils en eiga enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×