Enski boltinn

Njósnarar Manchester United fylgdust með Håland gera mörkin þrjú

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yfir fimmtíu félög voru á leik Salzburg og Genk.
Yfir fimmtíu félög voru á leik Salzburg og Genk. vísir/getty
Fjölmiðlar í Austurríki greina frá því að njósnari frá Manchester United hafi séð Norðmanninn unga og efnilega, Erling Braut Håland, fara á kostum í Meistaradeildinni í vikunni.Á þriðjudagskvöldið gerði hinn nítján ára gamli Håland þrjú mörk er Red Bull Salzburg gekk frá Genk en lokatölurnar urðu 6-2 sigur austurríska liðsins.Salzburger Nachrichten-miðillinn sagði frá því að í kringum 50 félög hafi verið viðstödd leikinn en mesta athygli vakti njósnari Manchester United.

Håland vann með Solskjær hjá Molde og hann var eðlilega spurður út í framgöngu landa síns á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Astana í Evrópudeildinni í dag.„Það var gaman að horfa á leikinn í gær en auðvitað er hugur minn á leiknum gegn Astana. Það er frábært að fylgjast með honum og ég held að allir í Noregi séu spenntir fyrir framgöngu hans,“ sagði Solskjær.Sjálfur er Håland mikill stuðningsmaður Leeds en faðir hans lék eins og eftirminnilegt er með félaginu.„Ég vil verða sá besti. Draumurinn er að vinna ensku úrvalsdeildina með Leeds og verða betri leikmaður en pabbi,“ sagði Norðmaðurinn léttur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.