Erlent

Stjórnandi hjá NPR segir bandarískt fjölmiðlaumhverfi erfitt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Loren Mayor, einn æðsti yfirmaður bandaríska almenningsútvarpsins NPR.
Loren Mayor, einn æðsti yfirmaður bandaríska almenningsútvarpsins NPR. Vísir/Friðrik Þór
Bandarískir íhaldsmenn hafa ítrekað rætt um meintar falsfréttir undanfarin ár og þá einkum þegar kemur að óhagstæðum og segir Lauren Mayor, einn æðsti yfirmaður bandaríska almenningsútvarpsins NPR, bandarískt fjölmiðlalandslag nú erfitt.„Það er afar mikilvægt fyrir blaðamenn að sýna mikla vandvirkni. Það þýðir að þeir þurfa að kafa djúpt í málin, fara á vettvang, ræða við fólk, hafa skilning á staðreyndum málsins og greina frá svo hægt sé að berjast gegn þessum ásökunum,“ segir Mayor.Forsetakosningarnar árið 2016, þar sem Donald Trump var kjörinn forseti, voru sérstakar og þá einkum með tilliti til fjölmiðla sem fengu bæði gagnrýni fyrir að einbeita sér um of að Trump einum.Mayor segir að draga megi þá lexíu af síðustu kosningum að mikilvægt sé fyrir fjölmiðla að einangra sig ekki, láta sjá sig á meðal almennings og ræða við sem flesta.„Í Bandaríkjunum höfum við verið að takast á við fækkun staðbundinna miðla. Það eru nú færri sem fjalla um staðbundnar fréttir í mismunandi samfélögum. Ég held að afleiðingin sé sú að fólk missir sjónar á því sem er að gerast víðs vegar um landið. Þannig við hjá NPR höfum gert okkar besta til þess að reyna að skilja hvað er í gangi víðs vegar um Bandaríkin.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.