Erlent

Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í kvöld.
Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í kvöld. AP/ITV
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosninganna. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála.Brexit, framtíð Skotlands, breska heilbrigðiskerfisins og breska konungsfjölskyldan var á meðal þeirra sem leiðtogarnir tveir tókust á en flokkar þeirra njóta mests fylgis í aðdraganda kosninganna sem haldnar verða 12. desember næstkomandi. Íhaldsflokkurinn leiðir í skoðanakönnunum.Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og skaut á Corbyn með því að segja að forysta hans myndi aðeins leiða til klofnings.Horfa má á brot af því besta úr kappræðunum hér að neðan.

Corbyn svaraði með því að heita því að Verkamannaflokkurinn myndi leysa Brexit-málin með því að leyfa íbúum Bretlands að hafa lokaorðið um hvernig Brexit yrði til lykta leitt.Í frétt BBC er haft eftir Lauru Kuenssberg, stjórnmálasérfræðingi fjölmiðilsins, að ekki sé ljóst hvort þeirra hafi borið sigur úr býtum úr kappræðunum. Hún hafi þó tekið eftir því að áhorfendur í sjónvarpssal hafi verið mjög reiðubúnir til þess að hlæja að yfirlýsingum leiðtoganna tveggja.Skyndiskoðanakönnun YouGov eftir kappræðurnar leiddi í ljós að áhorfendur skiptust í tvennt yfir því hvor þeirra hafi haft betur.Hér fyrir neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni. Þar fyrir neðan má sjá styttri brot úr kappræðunum.


Tengdar fréttir

Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons

Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.