Enski boltinn

Xhaka ekki með gegn Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xhaka var gerður að fyrirliða Arsenal í haust.
Xhaka var gerður að fyrirliða Arsenal í haust. vísir/getty

Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Xhaka lét stuðningsmenn Arsenal heyra það þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafnteflinu við Crystal Palace um síðustu helgi. Hann fór úr treyjunni, kastaði henni í jörðina og strunsaði svo inn til búningsherbergja.

Xhaka viðurkenndi að hafa brugðist rangt við en sagði að hann hefði fengið nóg af framkomu stuðningsmanna Arsenal. Í yfirlýsingu frá Xhaka sagði hann m.a. að konu sinni og dóttur hefðu verið hótað.


Xhaka lék ekki með Arsenal þegar liðið tapaði fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í 4. umferð enska deildabikarsins í fyrradag. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5 en Liverpool vann vítakeppnina, 5-4.

Ekki liggur fyrir hvort Xhaka verði áfram fyrirliði Arsenal.


Tengdar fréttir

Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma

Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.