Enski boltinn

Xhaka ekki með gegn Liverpool: „Hann er niðurbrotinn“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Xhaka ögrar stuðningsmönnum Arsenal.
Xhaka ögrar stuðningsmönnum Arsenal. vísir/getty
Granit Xhaka verður ekki með Arsenal í leiknum gegn Liverpool í 4. umferð enska deildabikarsins annað kvöld.

Xhaka brást illa við þegar hann var tekinn af velli í leik Arsenal og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Hann sagði stuðningsmönnum Arsenal, sem höfðu púað á hann, að fara í rassgat, reif sig úr treyjunni og hljóp svo til búningsherbergja.

Xhaka hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína og margir vilja að fyrirliðabandið verði tekið af honum.

Á blaðamannafundi í dag vildi Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, ekki staðfesta hvort Xhaka yrði áfram fyrirliði liðsins. Spánverjinn sagði bara Xhaka myndi ekki spila gegn Liverpool.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir hann og liðið. Hann er niðurbrotinn. Ég hef verið í stöðugu sambandi við hann. Granit æfði með liðinu eins og venjulega en hann er miður sín yfir því sem gerðist,“ sagði Emery.

Xhaka var gerður að fyrirliða Arsenal fyrir þetta tímabil. Hann hefur verið í herbúðum félagsins frá 2016.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×