Enski boltinn

Xhaka sendi frá sér yfirlýsingu: Fjölskyldu hans hótað öllu illu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Granit fer af velli á sunnudaginn.
Granit fer af velli á sunnudaginn. vísir/getty

Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir atburðarás helgarinnar sem vakti mikla athygli er honum var skipt útaf í leiknum gegn Crystal Palace á heimavelli.

Svisslendingurinn brást illa við er honum var skipt af velli en stuðningsmenn Arsenal virtust ánægðir með skiptinguna. Þeir púuðu á fyrirliðann sem brást illur við og reif af sér treyjuna og grýtti henni í jörðina.

Magt og mikið hefur verið rætt um atvikið Xhaka var svo ekki í leikmannahópi Arsenal sem mætti Liverpool í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu.

„Eftir að hafa tekið smá tíma til að velta fyrir mér því sem gerðist á sunnudaginn hef ég ákveðið að útskýra þetta fyrir ykkur í stað þess að koma bara með stutt svar,“ byrjaði Xhaka á að skrifa.

Xhaka fór síðan í gegnum atburðarásina en ljóst er að sá svissneski hefur þurft að þola margt á samfélagsmiðlum undanfarna daga og vikur.

„Fólk hefur sagt hluti eins og: Við munum brjóta á þér lappirnar, drepa konuna þína og vonandi fær dóttir þín krabbamein. Þetta hefur hrært við mér og það sauð svo á mér er ég fékk höfnunina á sunnudaginn,“ sagði Xhaka.

Hann endaði svo bréfið á því að hann vonaðist til þess að þetta atvik væri að baki bæði stuðningsmenn og leikmaðurinn sjálfur gæti horft fram á við á jákvæðan hátt.

Óvíst er hvort að hann verði í leikmannahópi Arsenal um helgina en bréfið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma

Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.