Enski boltinn

Kane ekki með gegn Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane er tíu marka maður á tímabilinu.
Kane er tíu marka maður á tímabilinu. vísir/getty

Enski fjölmiðlar greina frá því að Harry Kane verði ekki með Tottenham gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veikinda.

Kane er markahæsti leikmaður Tottenham á tímabilinu með tíu mörk í öllum keppnum.

Enski landsliðsfyrirliðinn ætti að vera búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Ryan Sessegnon, sem Tottenham keypti frá Fulham í haust, er í fyrsta sinn í leikmannahópi Spurs og gæti þreytt frumraun sína með liðinu í dag. Sessegnon hefur glímt við meiðsli aftan í læri undanfarnar vikur.

Tottenham er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig. Everton er í 17. sætinu með tíu stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.