Enski boltinn

Kane ekki með gegn Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane er tíu marka maður á tímabilinu.
Kane er tíu marka maður á tímabilinu. vísir/getty
Enski fjölmiðlar greina frá því að Harry Kane verði ekki með Tottenham gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veikinda.Kane er markahæsti leikmaður Tottenham á tímabilinu með tíu mörk í öllum keppnum.Enski landsliðsfyrirliðinn ætti að vera búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.Ryan Sessegnon, sem Tottenham keypti frá Fulham í haust, er í fyrsta sinn í leikmannahópi Spurs og gæti þreytt frumraun sína með liðinu í dag. Sessegnon hefur glímt við meiðsli aftan í læri undanfarnar vikur.Tottenham er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig. Everton er í 17. sætinu með tíu stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.