Enski boltinn

Ekkert lið haldið oftar hreinu en nýliðarnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sheffield United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Sheffield United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Eftir ellefu umferðir hefur ekkert lið haldið oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni en nýliðar Sheffield United.


Strákarnir hans Chris Wilder hafa haldið marki sínu fimm sinnum hreinu, jafn oft og meistarar Manchester City. Þar á eftir koma Brighton og Leicester City sem hafa haldið fjórum sinnum hreinu.

Sheffield United hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu umferðunum, jafn mörg og Leicester.

Topplið Liverpool hefur aðeins haldið tvisvar sinnum hreinu það sem af er tímabili en aldrei fengið á sig meira en mark í leik. Í fyrra hélt Liverpool oftast hreinu, eða 21 sinni í 38 leikjum.

Sheffield United vann 3-0 sigur á Burnley á laugardaginn og er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.

Hinir nýliðarnir, Aston Villa og Norwich City, eru samtals með 18 stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.