Enski boltinn

Ekkert lið haldið oftar hreinu en nýliðarnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sheffield United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Sheffield United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Eftir ellefu umferðir hefur ekkert lið haldið oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni en nýliðar Sheffield United.Strákarnir hans Chris Wilder hafa haldið marki sínu fimm sinnum hreinu, jafn oft og meistarar Manchester City. Þar á eftir koma Brighton og Leicester City sem hafa haldið fjórum sinnum hreinu.Sheffield United hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu umferðunum, jafn mörg og Leicester.Topplið Liverpool hefur aðeins haldið tvisvar sinnum hreinu það sem af er tímabili en aldrei fengið á sig meira en mark í leik. Í fyrra hélt Liverpool oftast hreinu, eða 21 sinni í 38 leikjum.Sheffield United vann 3-0 sigur á Burnley á laugardaginn og er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.Hinir nýliðarnir, Aston Villa og Norwich City, eru samtals með 18 stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.