Íslenski boltinn

Ólafur og Rúnar Páll stýra Stjörnunni saman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Páll og Ólafur, þjálfarar Stjörnunnar.
Rúnar Páll og Ólafur, þjálfarar Stjörnunnar. vísir/sigurjón

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar.

Ólafur var kynntur til leiks hjá Stjörnunni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum TM í dag. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Ólafur fékk ekki nýjan samning hjá Val eftir síðasta tímabil. Þar var hann í fimm ár og vann fjóra stóra titla.

Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2018. Á síðasta tímabili endaði Stjarnan í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla.

Ólafur er einn reyndasti þjálfari landsins en hann hefur starfað við þjálfun í næstum 40 ár. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari; þrisvar sinnum með FH og tvisvar sinnum með Val. Þá gerði hann Val tvívegis að bikarmeisturum og FH einu sinni.

Ólafur stýrði íslenska karlalandsliðinu á árunum 2007-11.Tengdar fréttir

Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar

Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.