Íslenski boltinn

Halldór Orri aftur í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild en Halldór Orri.
Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild en Halldór Orri. vísir/valli
Eftir þrjú ár hjá FH er Halldór Orri Björnsson genginn í raðir Stjörnunnar á ný.Halldór Orri er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi og einn sá leikjahæsti.

Hann hefur alls leikið 188 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 59 mörk. Halldór Orri lék einnig um tíma með Falkenbergs í Svíþjóð.

Halldór Orri er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk. Áður voru Emil Atlason og Vignir Jóhannesson komnir. Baldur Sigurðsson og Guðjón Orri Sigurjónsson eru hins vegar horfnir á braut.

Stjarnan endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.