Íslenski boltinn

Óli Jóh ráðinn til Stjörnunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óli Jóh á hliðarlínunni með Valsmönnum.
Óli Jóh á hliðarlínunni með Valsmönnum. vísir/bára
Stjarnan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15.00 í dag þar sem tilkynnt verður um breytingar á þjálfarateymi Stjörnunnar.Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá verður Ólafur Jóhannesson tilkynntur sem þjálfari liðsins og mun þá starfa við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar sem er fyrir þjálfari liðsins. 433 greindi fyrst frá málinu. Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda ár með liðið.Ólafur er nýhættur með lið Vals þar sem hann náði frábærum árangri en fékk ekki að halda áfram með sitt starf þar. Heimir Guðjónsson var ráðinn í hans stað.Ólafur stefndi á að taka sér frí frá þjálfun en virðist ekki hafa getað hafnað kostaboði Garðbæinga. Vísir mun flytja ykkur fréttir af fundinum síðar í dag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.