Enski boltinn

Kyle Walker fyrsti enski markvörðurinn til að verja skot í Meistaradeildinni í þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola fagnar markverðinum Kyle Walker eftir leik.
Pep Guardiola fagnar markverðinum Kyle Walker eftir leik. Getty/Michael Regan
Kyle Walker er einn af betri hægri bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og tvöfaldur Englandsmeistari með Manchester City. Hjá honum leyndust hins vegar markmannshæfileikar sem fáir vissu um og þeir komu sér vel fyrir Manchester City í gær.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var búinn að nota varamarkvörð sinn þegar Claudio Bravo var rekinn útaf í Meistaradeildinni í gær.

Þá voru góð ráð dýr. Guardiola vissi hins vegar greinilega af markmannshæfileikum bakvarðarins því allt í einu sást Kyle Walker gera sig klárann að koma í markið.

Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Meistaradeildinni hitti naglann á höfuðið því fljótlega eftir að hann sá rauða spjaldið fara á loft þá nefndi hann möguleikann á að setja Kyle Walker í markið.

Það má sjá það hér fyrir neðan.



Klippa: Claudio Bravo fær rautt og Kyle Walker fer í markið


Kyle Walker var síðan kominn í markmannstreyju Claudio Bravo, í hanskana og hljóp svo inn á í markið.

Walker þurfti að byrja á því að verja aukaspyrnu á hættulegum stað. Honum tókst það og varð um leið fyrsti enski markvöðurinn í næstum því þrjú ár sem nær að verja skot í Meistaradeildinni.





Síðastur á undan Walker til að verja skot í Meistaradeildinni var Ben Hamer í desember 2016. Hann stóð þá í marki Leicester City og varði skot í leik á móti Porto.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×