Enski boltinn

Forráðamenn Man. Utd. ræddu við Rangnick

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rangnick stýrði RB Leipzig á síðasta tímabili.
Rangnick stýrði RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/getty

Forráðamenn Manchester United ræddu við Ralf Rangnick um að taka að sér yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu samkvæmt heimildum The Athletic.

Rangnick er yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull samsteypunni en hann var áður knattspyrnustjóri RB Leipzig.

United er ekki með yfirmann knattspyrnumála en það breytist væntanlega í nánustu framtíð. Edwin van der Sar, fyrrverandi markvörður United, er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.

Rangnick kom til greina sem næsti knattspyrnustjóri Bayern München en gaf félaginu afsvar.

Rangnick hefur verið lengi að en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn við stjórnvölinn hjá Hoffenheim og Schalke. Hann gerði síðarnefnda liðið að þýskum bikarmeisturum 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.