Erlent

Fimm látnir eftir skjálfta í Íran

Atli Ísleifsson skrifar
Aras-fljót á landamærum Írans og Aserbaídsjan.
Aras-fljót á landamærum Írans og Aserbaídsjan. Getty

Að minnsta kosti fimm eru látnir og 120 slösuðust eftir jarðskjálfta sem varð í Íran í í nótt.

Skjálftinn mældist 5,9 að stærð og voru upptökin í norðvesturhluta landsins, um 120 kílómetrnum frá bænum Tabiz. Fimm eftirskjálftar hafa mælst.

Íranskir ríkisfjölmiðlar segja að íbúar á skjálftasvæðunum hafi vaknað upp við skjálftann, sem varð klukkan 2:20 að staðartíma og margir yfirgefið heimili sín.

Þá hafa fréttir borist af því að þrjátíu hús hið minnsta hafi eyðilagst í skjálftanum.

Jarðskjálftar hafa verið tíðir í Íran á síðustu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.