Erlent

Flugslys reyndist mislukkuð kynjaafhjúpun

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. FAA

Lítill flugvél sem hrapaði í Texas þann 7. september átti að afhjúpa kyn ófædds barns. Bæði flugmaður og farþegi komust lífs af úr slysinu með minniháttar áverka.

Um var að ræða svokallaða áburðarflugvél og átti hún að sprauta bleiku vatni, sem átti að gefa til kynna að ófædda barnið væri stúlka. Tæplega 1400 lítrar af bleiku vatni höfðu verið settir í vélina sem átti að sprautast út fyrir framan veislugesti.

Vélin var í lítilli hæð þegar slysið átti sér stað og hafði nýlega sprautað vatninu þegar hún ætlaði að hækka flugið. Talið er að ofris hafi orðið til þess að hún hrapaði.

Flugstjórinn, hinn 49 ára gamli Raj L. Horan slapp ómeiddur en farþeginn slasaðist lítillega. Í rannsóknarskýrslu slyssins kemur fram að flugvélin hafi ekki verið hönnuð til þess að hafa tvo farþega.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.