Lula laus úr fangelsi Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 22:34 Lula heilsar stuðningsmönnum sínum við fangelsið. Vísir/Getty Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta. Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. Da Silva, sem er betur þekktur sem Lula, var dæmdur í tæplega aldarfjórðungs fangelsi fyrir spillingu og mútuþægni. Hæstiréttur landsins fyrirskipaði að Lula yrði látinn laus úr haldi eftir úrskurð í máli hans. Rétturinn sagði sakamenn einungis eiga að sitja inni ef þeir hefðu fengið að láta að reyna á mál sitt fyrir öllum dómstigum í landinu. Áður hafði rétturinn hafnað kröfu hans um að vera látinn laus á meðan rétturinn tæki afstöðu til áfrýjunar hans.Sjá einnig: Lula verður ekki sleppt á næstunni Lula gaf sig sjálfur fram við lögregluyfirvöld þar í landi í apríl á síðasta ári. Hann fullyrti þó að ákæran gegn sér hafi verið á pólitískum forsendum í því skyni að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til forseta og hélt fram sakleysi sínu. Stuðningsmenn Lula tóku á móti honum þegar hann yfirgaf fangelsið í borginni Curitiba. Þrátt fyrir vinsældir fyrrverandi forsetans fær hann ekki að bjóða sig aftur fram vegna sakaskrár sinnar. Hann var fyrsti forsetinn af vinstri væng stjórnmálanna þar í landi í rúmlega hálfa öld og sat í því embætti á árunum 2003 til 2011. Hann þótti líklegur til sigurs í kosningunum í október á síðasta ári þar sem Jair Bolsonaro náði kjöri. Fyrr á árinu voru smáskilaboð sem Sergio Moro, dómari í máli Lula, og saksóknararnir í málinu skiptust á þegar réttarhöldin yfir honum stóðu yfir gerð opinber. Þar gaf Moro saksóknurum ráð um hvernig þeir skyldu haga máli sínu. Moro er nú dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta.
Brasilía Tengdar fréttir Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Brasilíu tvöfaldaður Lula da Silva var talinn hafa þegið veruleg hlunnindi frá byggingarfyrirtæki þegar hann var forseti og var dæmdur í tæplega 13 ára fangelsi ofan á 12 ára dóm sem hann afplánar fyrir. 7. febrúar 2019 08:29
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18