Klopp hótar því að Liverpool neiti að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 09:00 Jürgen Klopp. Getty/Laurence Griffiths Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira