Mark Clattenburg stakk upp í óánægða stuðningsmenn Liverpool: Þetta VAR allt rétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 09:30 Mark Clattenburg og svo þeir Divock Origi og Victor Lindelof í baráttunni. Samsett/Getty Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, var sáttur með umdeilda Varsjá í leik Manchester United og Liverpool í gær. Manchester United komst yfir í leiknum á marki sem Liverpool mönnum fannst aldrei átt að standa vegna meints brots á Divock Origi. Divock Origi missti boltann á hættulegum stað og Manchester United refsaði með marki eftir skyndisókn.REPORT: Adam Lallana rescues point for Liverpool against Man United in Old Trafford thriller where VAR takes centre stage https://t.co/V7r4Ibf1umpic.twitter.com/zbEHLWJinx — MailOnline Sport (@MailSport) October 20, 2019 Liverpool stuðningsmenn sáu Manchester United manninn Victor Lindelof sparka í Origi og vildu frá aukaspyrnu. Stuðningsmenn Manchester United sögðu Belganum aftur á móti að standa í lappirnar og sökuðu hann um leikaraskap. Mark Clattenburg fór yfir atvikið í pistli sínum í Daily Mail og það er hans mat að markið hafi átt að standa, sem það gerði. „Átti VAR að dæma mark Manchester United af. Nei. Það var hárrétt að leyfa marki Marcus Rashford að standa. Divock Origi datt eftir tæklingu frá Victor Lindelof en Martin Atkinson var í fullkominni aðstöðu til að sjá þetta,“ skrifaði Mark Clattenburg. „Martin Atkinson sá atvikið greinilega og leyfði leiknum að halda áfram. Það er hægt að deila um það hvort að það hafi verið brot á Origi og mitt mat er að það var rétt hjá Atkinson að leyfa leiknum að fljóta þarna,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg var einnig sammála því að dæma mark Sadio Mane af vegna hendi. „Boltinn fer greinilega í hendina á honum og hann græðir á þeirri snertingu. Það var því rétt að dæma markið af,“ skrifaði Clattenburg. Liverpool náði á endanum að jafna metin skömmu fyrir leikslok en þetta voru fyrstu tvö stigin sem Liverpool liðið tapar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, var sáttur með umdeilda Varsjá í leik Manchester United og Liverpool í gær. Manchester United komst yfir í leiknum á marki sem Liverpool mönnum fannst aldrei átt að standa vegna meints brots á Divock Origi. Divock Origi missti boltann á hættulegum stað og Manchester United refsaði með marki eftir skyndisókn.REPORT: Adam Lallana rescues point for Liverpool against Man United in Old Trafford thriller where VAR takes centre stage https://t.co/V7r4Ibf1umpic.twitter.com/zbEHLWJinx — MailOnline Sport (@MailSport) October 20, 2019 Liverpool stuðningsmenn sáu Manchester United manninn Victor Lindelof sparka í Origi og vildu frá aukaspyrnu. Stuðningsmenn Manchester United sögðu Belganum aftur á móti að standa í lappirnar og sökuðu hann um leikaraskap. Mark Clattenburg fór yfir atvikið í pistli sínum í Daily Mail og það er hans mat að markið hafi átt að standa, sem það gerði. „Átti VAR að dæma mark Manchester United af. Nei. Það var hárrétt að leyfa marki Marcus Rashford að standa. Divock Origi datt eftir tæklingu frá Victor Lindelof en Martin Atkinson var í fullkominni aðstöðu til að sjá þetta,“ skrifaði Mark Clattenburg. „Martin Atkinson sá atvikið greinilega og leyfði leiknum að halda áfram. Það er hægt að deila um það hvort að það hafi verið brot á Origi og mitt mat er að það var rétt hjá Atkinson að leyfa leiknum að fljóta þarna,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg var einnig sammála því að dæma mark Sadio Mane af vegna hendi. „Boltinn fer greinilega í hendina á honum og hann græðir á þeirri snertingu. Það var því rétt að dæma markið af,“ skrifaði Clattenburg. Liverpool náði á endanum að jafna metin skömmu fyrir leikslok en þetta voru fyrstu tvö stigin sem Liverpool liðið tapar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira