Enski boltinn

Arsenal og Sheffield haldið jafn oft hreinu á útivelli í ensku úrvalsdeildinni síðan Emery tók við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. vísir/getty

Arsenal hefur ekki gengið sérstaklega á útivöllum síðan Spánverjinn Unai Emery tók við liðinu fyrir rúmu einu ári síðan og það hélt áfram í gær.

Arsenal tapaði þá 1-0 á útivelli fyrir nýliðunum í Sheffield United en þrátt fyrir að hafa fengið færi til að skora náðu Arsenal menn ekki að koma boltanum í netið.

Squawka birti áhugaverða tölfræði á vef sínum eftir leikinn þar sem fram kemur að Arsenal hefur haldið jafn oft hreinu á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og Sheffield United síðan Emery tók við.

Þeir hafa einungis haldið tvisvar sinnum hreinu á útivelli í rúmlega tuttugu leikjum en Sheffield United hefur haldið jafn oft hreinu í fjórum leikjum. Þeir eru nýliðar í enska boltanum.

Dean Henderson, markvörður Sheffield United, er á láni frá Manchester United og hann hefur gert það gott fyrir nýliðanna sem eru í efri hluta töflunnar.

Arsenal er í 5. sætinu með fimmtán stig en þeim mistókst að komast upp í 3. sætið í gær.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.