Enski boltinn

Arsenal og Sheffield haldið jafn oft hreinu á útivelli í ensku úrvalsdeildinni síðan Emery tók við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. vísir/getty
Arsenal hefur ekki gengið sérstaklega á útivöllum síðan Spánverjinn Unai Emery tók við liðinu fyrir rúmu einu ári síðan og það hélt áfram í gær.

Arsenal tapaði þá 1-0 á útivelli fyrir nýliðunum í Sheffield United en þrátt fyrir að hafa fengið færi til að skora náðu Arsenal menn ekki að koma boltanum í netið.

Squawka birti áhugaverða tölfræði á vef sínum eftir leikinn þar sem fram kemur að Arsenal hefur haldið jafn oft hreinu á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og Sheffield United síðan Emery tók við.







Þeir hafa einungis haldið tvisvar sinnum hreinu á útivelli í rúmlega tuttugu leikjum en Sheffield United hefur haldið jafn oft hreinu í fjórum leikjum. Þeir eru nýliðar í enska boltanum.

Dean Henderson, markvörður Sheffield United, er á láni frá Manchester United og hann hefur gert það gott fyrir nýliðanna sem eru í efri hluta töflunnar.

Arsenal er í 5. sætinu með fimmtán stig en þeim mistókst að komast upp í 3. sætið í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×