Fór yfir það á skemmtilegan hátt hvernig Solskjær tókst að loka á Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:00 Getty/Samsett Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira