Innlent

Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mennirnir smygluðu efnunum inn í landið með Norrænu.
Mennirnir smygluðu efnunum inn í landið með Norrænu. Vísir/Jói K.

Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Mönnunum, Þjóðverja og Rúmena, er gefið að sök að hafa 1. ágúst síðastliðinn smyglað tæpum 38 kílóum af amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni til Íslands frá Þýskalandi.

RÚV greinir frá og vísar í ákæru hérðassaksóknara á hendur mönnunum. Í ákærunni segir að fíkniefnin hafi verið falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper en Stöð 2 greindi áður frá því að efnin hefðu verið flutt inn í sérinnréttuðum fólksbíl. Þá hafi amfetamínið verið 70 prósent að meðalstyrkleika og kókaínið tæp 82 prósent.

Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í.

Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málið síðan það kom upp í ágúst. Þannig hefur komið fram að um sé að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×