Innlent

Smyglararnir komu til landsins í fyrra á sama bílnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fí upphafi mánaðarins.
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fí upphafi mánaðarins. vísir/jói k.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að eiturlyfjasmyglararnir tveir, sem voru handteknir við komuna til landsins fyrir mánuði síðan með rúmlega 40 kíló af sterkum fíkniefnum, hafi komið til Íslands í fyrrasumar.

Mennirnir sem eru með rúmenskt og þýskt ríkisfang komu til landsins með Norrænu líka í fyrrasumar á sömu nöfnum en einnig á sama bílnum, sem var með sérinnréttuðu hólfi.

Lögreglustjórinn á Austurlandi verst allra fregna en 16. ágúst síðastliðinn féllst héraðsdómari á kröfu Lögreglustjórans á Austurlandi að gæsluvarðhald yfir mönnunum yrði framlengt um fjórar vikur.

Ríkisútvarpið kveðst þá einnig hafa heimildir fyrir því að annar þeirra hefði komið til landsins með flugi á síðustu misserum.

Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á hérlendis.


Tengdar fréttir

Veita engar upplýsingar um smyglið

Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.