Innlent

Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan.
Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. vísir/jói k.
Lögreglan á Austurlandi fer fram á að gæsluvarðhald verði framlengt yfir tveimur erlendum fíkniefnasmyglurum sem reyndu að smygla rúmum fjörutíu kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins með Norrænu fyrir hálfum mánuði.

Gæsluvarðhaldskrafan er tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands í dag og er frekari fregna að vænta síðdegis samkvæmt svörum frá skrifstofu Lögreglunnar á Austurlandi.

Mennirnir sem eru með þýskt og rúmenskt ríkisfang voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald 1. ágúst sem rennur út í dag.

Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á hérlendis.

Mesta magn af sterkum fíkniefnum sem lagt hefur verið hald á var í Papeyjarmálinu svokallaða fyrir rúmum tíu árum. Í því máli hlutu sex menn dóm fyrir að smygla 55 kílóum af amfetamíni og 9.400 e-töflum til landsins.

Uppfært klukkan 15:24

Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur hefur verið framlengt um fjórar vikur.


Tengdar fréttir

Veita engar upplýsingar um smyglið

Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.