Átök lögreglu og mótmælenda eftir samkomu í Barcelona Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:41 Til harðra en skammvinnra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í kvöld. AP/Emilio Morenatti Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í brýnu sló á milli lögreglu og sjálfstæðissinna í kjölfar fjöldamótmæla gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna í Barcelona í dag. Hundruð ungmenna eru sögð hafa umkringt höfuðstöðvar landslögreglunnar í miðborginni og kastað steinum og flöskum að lögreglumönnum. Átökin brutust út eftir að friðsömum mótmælum sem áætlað er að um 350.000 manns hafi tekið þátt í lauk í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn grímuklæddum mótmælendum eftir að þeir hófu að kasta hlutum að lögreglumönnum. Beitti lögreglan kylfum og frauðkúlum. Mótmælendurnir kveiktu í ruslatunnum úti á götu eftir að lögreglumenn hafði bægt þeim frá lögreglustöðinni. Fimmtán manns slösuðust í átökunum, þar á meðal ljósmyndari AP sem var sleginn með lögreglukylfu í andlitið. Héraðslögreglan í Katalóníu segir að einn lögreglumaður hafi særst alvarlega. Mótmælin í dag beindust að þungum fangelsisdómum yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna 14. október. Þeir voru dæmdir í allt að þrettán ára fangelsi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins sem þeir héldu árið 2017 í óþökk ríkisstjórnar Spánar og stjórnlagadómstóls landsins. Til óeirða kom á hverju kvöldi í Barcelona sex nætur í röð í kjölfar fangelsisdómanna. Um fimm hundruð manns særðust í óeirðunum, um helmingur þeirra lögreglumenn og um 200 manns voru handteknir.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37 Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15 Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Áttatíu slösuðust í átökum í Barcelona Mótmæli hafa nú staðið yfir í borginni í þrjá daga. 17. október 2019 09:37
Allsherjarverkfall í Katalóníu Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. 18. október 2019 19:15
Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu Mótmælendur hafa haft hátt um sig í héraðinu frá því leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar voru dæmdir í fangelsi á mánudag. 16. október 2019 18:30