Erlent

Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Ríkisstjórn Spánar ætlar að senda fleiri spænska lögregluþjóna til Katalóníu um helgina vegna fjöldamótmæla sem hafa verið í héraðinu í vikunni.

Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæla nú af hörku eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi níu leiðtoga hreyfingarinnar í samtals hundrað ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður.

Forseti héraðsstjórnarinnar fór í kröfugöngu með mótmælendum í dag og erindreki Katalóna hjá Evrópusambandinu hefur farið fram á að sambandið miðli málum á milli héraðsbúa og spænsku ríkisstjórnarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.