Erlent

Senda fleiri lögregluþjóna til Katalóníu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ríkisstjórn Spánar ætlar að senda fleiri spænska lögregluþjóna til Katalóníu um helgina vegna fjöldamótmæla sem hafa verið í héraðinu í vikunni.Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæla nú af hörku eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi níu leiðtoga hreyfingarinnar í samtals hundrað ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður.Forseti héraðsstjórnarinnar fór í kröfugöngu með mótmælendum í dag og erindreki Katalóna hjá Evrópusambandinu hefur farið fram á að sambandið miðli málum á milli héraðsbúa og spænsku ríkisstjórnarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.