Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 21:24 Trump lýsti aðgerðinni gegn Bagdadi í hrikalegum smáatriðum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22