Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 21:24 Trump lýsti aðgerðinni gegn Bagdadi í hrikalegum smáatriðum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22