Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 21:24 Trump lýsti aðgerðinni gegn Bagdadi í hrikalegum smáatriðum á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Upplýsingar um verustað leiðtoga Ríkis íslams sem er talinn hafa fallið í aðgerð Bandaríkjahers í dag komu eftir að ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Embættismenn bandaríska hersins segja að skyndilegt undanhald Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá norðanverðu Sýrlandi hafi raskað skipulagningu aðgerðarinnar. Talið er að Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, hafi sprengt sjálfan sig í loft upp þegar sérsveit Bandaríkjahers var við það að hafa hendur í hári hans í þorpi í norðvestanverðu Sýrlandi um helgina.New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að eftir að Bandaríkjaher fékk fyrstu upplýsingarnar um verustað Bagdadi í sumar hafi leyniþjónustan CIA unnið náið með kúrdískum og íröskum njósnurum í Írak og Sýrlandi til að hafa upp á hryðjuverkaleiðtoganum. Undirbúningur fyrir aðgerðina er sagður hafa staðið yfir frá því í sumar. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í áhættusama aðgerð að næturþeli nú var undanhald bandarískra hersveita frá norðanverðu Sýrlandi sem Trump forseti ákvað skyndilega fyrr í þessum mánuði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið ákvað því að láta til skarar skríða á meðan hermenn, njósnarar og njósnaflugvélar væru enn á svæðinu. Bagdadi hafi þannig verið felldur að mestu leyti þrátt fyrir ákvarðanir Trump forseta, að sögn heimildarmanna blaðsins innan hersins, leyniþjónustunnar og gagnhryðjuverkastofnana.CIA lofar framlag Kúrda til aðgerðarinnar Kúrdar hafi haldið áfram að sjá CIA fyrir upplýsingum jafnvel eftir að Trump tilkynnti að bandarískt herlið yfirgæfi þá vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Sýrland. CIA segir að sýrlenskir og íraskir Kúrdar hafi séð Bandaríkjaher fyrir meiri upplýsingum fyrir aðgerðina gegn Bagdadi en nokkuð einstakt ríki. Mark Epser, varnarmálaráðherra, sagðist ekki geta svarað því hvort Bandaríkjaher hefði getað ráðist í aðgerðina gegn Bagdadi hefði herliðið verið dregið algerlega frá Sýrlandi eins og Trump vildi upphaflega. „Ég þarf að ráðfæra mig við herforingja okkar um það,“ sagði Esper í viðtali á CNN-fréttastöðinni í dag. Trump var sakaður um að stinga Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni við Ríki íslams undanfarin ár, í bakið þegar hann ákvað að draga bandarískt herlið frá norðanverðu Sýrlandi þegar Tyrkir ætluðu að ráðast þar inn. Tyrknesk stjórnvöld líta á hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem anga af kúrdískri uppreisn í Tyrklandi sem þau skilgreina sem hryðjuverkastarfsemi. Yfirmönnum Bandaríkjahers tókst þó að sannfæra Trump um að halda eftir fámennu herliði við olíulindir í Sýrlandi þrátt fyrir að hluti þess hafi verið sendur til Íraks.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22