Erlent

Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að að Baghdadi hafi látist í aðgerðunum en opinber staðfesting hafði ekki borist, þangað til nú. Trump hafði boðað til blaðamannafundar klukkan eitt í dag að íslenskum tíma þar sem koma átti á framfæri „meiriháttar“ tilkynningu í utanríkismálum. Var fastlega gert ráð fyrir því að efni fundarins myndi snúast um Baghdadi, reyndist raunin.

„Abu Bakr al-Baghdadi er látinn,“ sagði Trump á blaðamannafundi sem horfa má á hér fyrir neðan. Trump sagði Baghdadi hafa sprengt sjálfan sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Sagði Trump að Baghdadi hafi sprengt sjálfan sig í loft upp ásamt þremur börnum.

Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér.

Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.