Erlent

Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að að Baghdadi hafi látist í aðgerðunum en opinber staðfesting hafði ekki borist, þangað til nú. Trump hafði boðað til blaðamannafundar klukkan eitt í dag að íslenskum tíma þar sem koma átti á framfæri „meiriháttar“ tilkynningu í utanríkismálum. Var fastlega gert ráð fyrir því að efni fundarins myndi snúast um Baghdadi, reyndist raunin.

„Abu Bakr al-Baghdadi er látinn,“ sagði Trump á blaðamannafundi sem horfa má á hér fyrir neðan. Trump sagði Baghdadi hafa sprengt sjálfan sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Sagði Trump að Baghdadi hafi sprengt sjálfan sig í loft upp ásamt þremur börnum.

Baghdadi hafði verið lengi í felum en hann hafði stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér.

Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×