Íslenski boltinn

Sísí Lára semur við FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið uppeldisfélagið
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið uppeldisfélagið vísir/ernir
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gengið til liðs við FH og mun spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna á næsta ári.

Sigríður Lára hefur spilað allan sinn feril á Íslandi með ÍBV, en hún fór sumarið 2018 til Lilleström í Noregi.

Miðjumaðurinn knái gerði fjögurra ára samning við ÍBV fyrir ári síðan en í haust var tilkynnt um að hún hafi rift samningi sínum.

Nú er orðið ljóst að hún mun spila með FH næsta sumar.

Sigríður Lára á að baki 18 landsleiki fyrir Ísland. Hún hefur spilað 183 deildar- og bikarleiki á Íslandi með ÍBV og skorað 32 mörk.

FH verður nýliði í Pepsi Max deild kvenna eftir að hafa endað í 2. sæti Inkassodeildarinnar í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×