Íslenski boltinn

Sísí Lára semur við FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið uppeldisfélagið
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið uppeldisfélagið vísir/ernir

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gengið til liðs við FH og mun spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna á næsta ári.

Sigríður Lára hefur spilað allan sinn feril á Íslandi með ÍBV, en hún fór sumarið 2018 til Lilleström í Noregi.

Miðjumaðurinn knái gerði fjögurra ára samning við ÍBV fyrir ári síðan en í haust var tilkynnt um að hún hafi rift samningi sínum.

Nú er orðið ljóst að hún mun spila með FH næsta sumar.

Sigríður Lára á að baki 18 landsleiki fyrir Ísland. Hún hefur spilað 183 deildar- og bikarleiki á Íslandi með ÍBV og skorað 32 mörk.

FH verður nýliði í Pepsi Max deild kvenna eftir að hafa endað í 2. sæti Inkassodeildarinnar í haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.