Erlent

Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar

Andri Eysteinsson skrifar
Lenin Moreno kallaði herinn út til þess að framfylgja útgöngubanni.
Lenin Moreno kallaði herinn út til þess að framfylgja útgöngubanni. AP/Fernando Vergara
Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. Guardian greinir frá.

Forseti Ekvador, Lenín Moreno, fyrirskipaði að útgöngubann skildi taka gildi í landinu til þess að bregðast við mótmælunum og ofbeldi sem þeim fylgdi. Moreno kenndi eiturlyfjasmyglurum, glæpamönnum og fylgjendur fyrrum forsetans, Rafaels Correa um ofbeldið. Correa hefur þó hafnað því að hann sé að reyna að koma Moreno frá völdum.

Útgöngubann er því í gildi í Ekvador frá klukkan 15:00 að staðartíma. Ekvadorski herinn hefur verið kallaður út og vaktar götur borgarinnar. Herinn hefur fengið heimild frá forsetanum til að grípa til allra þeirra úrræða sem til þarf.

Aðgerðir forsetans hefjast stuttu eftir að tilkynnt var að fulltrúar mótmælenda væru tilbúnir til að setjast við samningaborðið með Moreno.


Tengdar fréttir

Rýma for­seta­höllina vegna elds­neytis­mót­mæla

Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.