Erlent

Átta lög­reglu­menn teknir í gíslingu í Ekvador

Atli Ísleifsson skrifar
Frá útför Inocencio Tacumbi, eins leiðtoga frumbyggja í landinu sem lét lífið í mótmælum í vikunni.
Frá útför Inocencio Tacumbi, eins leiðtoga frumbyggja í landinu sem lét lífið í mótmælum í vikunni. Getty

Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér.

BBC segir frá því að í gærkvöldi hafi átta lögreglumenn verið teknir í gíslingu og mótmælendur úr röðum frumbyggja landsins sýndu þá uppi á sviði á fjölmennum mótmælafundi í Quito, höfuðborg landsins.

Moreno forseti lýsti á dögunum yfir neyðarástandi vegna mótmælanna og hefur hann flúið höfuðborgina og hefst nú við ásamt ríkisstjórn sinni í borginni Guayaquil.

Fjöldi hefur látist í mótmælunum sem hófust eftir að stjórnvöld hættu að niðurgreiða eldsneyti, en það var hluti af skilmálum sem gengist var undir til að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.


Tengdar fréttir

Rýma for­seta­höllina vegna elds­neytis­mót­mæla

Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.