Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 18:11 Fólk fagnar því að hersveitir sem studdar eru af Tyrkjum hafi náð stjórn í sýrlenska bænum Tal Abyad AP/Ismail Coskun Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Vika er liðin síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði Bandarískum hersveitum að yfirgefa norðanvert Sýrland. Þessi ákvörðun berskjaldaði Kúrda en Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkahóp vegna tengsla þeirra við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyrklandi. Átökin milli Tyrklands og fyrrum-bandamanna Bandaríkjanna, Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, verða „blóðugri með hverri klukkustund sem líður,“ sagði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, á sunnudag.Reykur stígur upp frá bænum Ras al-Ayn í Sýrlandi eftir árás hersveita sem studdar eru af Tyrkjum.AP/Emrah GurelBandarískar hersveitir eru enn að undirbúa brottflutning sinn en ástandið í norður Sýrlandi hefur farið versnandi en fregnir bárust um það fyrr í dag að tyrkneskar hersveitir hafi tekið nokkra almenna borgara af lífi, þar á meðal kúrdíska stjórnmálakonu. Konurnar og börnin sem var haldið í Ayn Issa búðunum risu upp gegn vörðunum snemma á sunnudag eftir að tyrknesk sprengja sprakk nærri þeim. Þau flúðu öll en ekki er vitað hvert þau munu halda, en flest eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekur fyrir friðarviðræður við Kúrda.APÞá hefur Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, þvertekið fyrir það að semja við Kúrda í Sýrlandi og sagði hann Tyrki ekki semja við „hryðjuverkamenn.“ Ákvörðun Trump um að víkja frá landamærunum hefur verið verulega gagnrýnd og sagði meðal annars Lenya Rún Anwar Faraj, íslenskur Kúrdi, í grein sem hún birti í síðustu viku að ákvörðunin gefi Tyrklandi „grænt ljós til að ráðast á Kúrda.“ Kúrdar hafa lengi verið í fylkingarbrjósti ásamt bandarískum hersveitum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Eftir að átökin á milli Kúrda og Tyrkja brutust út hafa áhyggjur vaknað um að stuðningsmenn ISIS sem haldið hefur verið föngum í norðurhluta Sýrlands myndu ná að flýja og auðvelda hryðjuverkasamtökunum að koma saman á ný á svæðinu. Hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, fagna því að þeir hafi náð stjórn í sýrlenska landamærabænum Tal Abayad.AP/Cavit OzgulEftir atburðina í Ayn Issa sagði Jelal Ayaf, háttsettur starfsmaður við búðirnar, í samtali við fjölmiðla á svæðinu að 859 manns hafi flúið úr þeim hluta búðanna þar sem eiginkonur, ekkjur og börn stríðsmanna ISIS voru til húsa. Þá sagði hann að nokkrir hafi verið teknir í hald á ný en að aðrir stuðningsmenn samtakanna í búðunum hafi líka náð að sleppa. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en 130.000 Sýrlendingar þurft að yfirgefa heimili sín síðan aðgerðir Tyrkja hófust fyrir aðeins fimm dögum síðan, þar á meðal Sýrlendingar sem voru á flótta innan eigin lands vegna borgarastyrjaldarinnar sem hefur geisað í landinu síðastliðin átta ár. Tyrknesk yfirvöld segja að 440 kúrdískir hermenn hafi látið lífið síðan aðgerðirnar hófust á miðvikudag en Sýrlenski lýðræðisherinn segir aðeins 56 hermanna sinna hafa látið lífið. Þá segja tyrknesk yfirvöld að fjórir tyrkneskir hermenn hafi látið lífið og sextán sýrlenskir bandamenn þeirra til viðbótar.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55