Enski boltinn

Sextán ára frændi Michael Dawson vekur áhuga grannanna í Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dawson í leik með Tottenham á tíma sínum hjá félaginu.
Dawson í leik með Tottenham á tíma sínum hjá félaginu. vísir/getty
Arsenal fylgist grant með hinum sextán ára gamla Joey Dawson en hann er frændi fyrrum knattspyrnumannsins Michael Dawson.Joey er á mála hjá Scunthorpe United í C-deildinni en fjölskylda hans er vel tengd inn í Tottenham.Frændi hans Michael lék ellefu ár með félaginu og var meðal annars fyrirliði félagsins tímabilið 2013/2014. Síðar meir fór hann til Hull.Faðir Joey er Andy Dawson en hann var meðal annars leikmaður Scunthorpe og Hull en hinn sextán ára gamli Joey er yngsti leikmaður sem hefur komið við sögu hjá Scunthorpe er hann spilaði í deildarbikarnum gegn Derby í ágúst.Hann hefur þó enn ekki spilað í deildinni en hann hefur fimm sinnum verið á varamannabekknum. Það er einungis tímaspursmál hvenær hann verður kominn í byrjunarliðið hjá félaginu.Arsenal er talið fylgjast með Joey og segja enskir fjölmiðlar frá því að þeir gætu reynt að klófesta Englendinginn í janúarglugganum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.