Enski boltinn

Spænskir miðlar segja Man. United í viðræðum við Barcelona um Rakitic

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Rakitic.
Ivan Rakitic. vísir/getty

Manchester United hefur hafið viðræður við Barcelona um möguleg kaup á króatíska miðjumanninum, Ivan Rakitic.

Spænski miðillinn, Sport, greinir frá því að Man. United hafi sett sig í samband við spænsku meistarana og bíða þeir eftir gagntilboði frá Barcelona.

United var áhugasamt um Rakitic í sumarglugganum en tókst ekki að klófesta Króatann áður en glugginn lokaði í ágúst.

Nú hafa þeir hins vegar aftur haft samband við Börsunga og spurt um Rakitic sem er greinilega ekki í plönum Ernesto Valverde, stjóra Börsunga.

Rakitic hefur einungis spilað 186 mínútur það sem af er leiktíðinni og verið einu sinni í byrjunarliðinu.

Hann spilaði í gær er Króatar gerðu 1-1 jafntefli við Wales í undankeppni EM 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.