Enski boltinn

Spænskir miðlar segja Man. United í viðræðum við Barcelona um Rakitic

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ivan Rakitic.
Ivan Rakitic. vísir/getty
Manchester United hefur hafið viðræður við Barcelona um möguleg kaup á króatíska miðjumanninum, Ivan Rakitic.

Spænski miðillinn, Sport, greinir frá því að Man. United hafi sett sig í samband við spænsku meistarana og bíða þeir eftir gagntilboði frá Barcelona.

United var áhugasamt um Rakitic í sumarglugganum en tókst ekki að klófesta Króatann áður en glugginn lokaði í ágúst.







Nú hafa þeir hins vegar aftur haft samband við Börsunga og spurt um Rakitic sem er greinilega ekki í plönum Ernesto Valverde, stjóra Börsunga.

Rakitic hefur einungis spilað 186 mínútur það sem af er leiktíðinni og verið einu sinni í byrjunarliðinu.

Hann spilaði í gær er Króatar gerðu 1-1 jafntefli við Wales í undankeppni EM 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×